Nýr vefur Bílar & Sport

Höfum fært okkur yfir á bilarogsport.is 

 

 


Sýningin Bílar & Sport 2008, verður 2.-4.maí

Klikkið tvisvar á myndina til að stækka. 
 
Bílar & Sport 2008
 
 

Skór fyrir konur sem keyra!

sheilas_heels

Hafin er framleiðsla á þessum fínu háhæluðu skóm sem sérstaklega eru hugsaðir til aksturs. Tryggingafyrirtæki í Bretlandi hefur sett vöruna á markað til að kynna sína þjónustu og benda á hættuna við að aka bíl í háhæluðum skóm. Konurnar fá víst skóna umræddu og handtösku í stíl þegar þær koma í viðskipti hjá tryggingafélaginu. Það má því búast við mikilli traffík til umboðsskrifstofa tryggingafélagsins á næstunni.

(nánar á; www.ilovesheilas.com)


Aaron Colton Streetbike Freestyle Stunt Rider (Listdansari á hjóli)

Aaron Colton í Florida 14 ára gamallAaron Colton mun vera með sýningu á morgun (Laugardag 28 apríl) á milli 12-14 á Trackday í Keflavík.

Þessi 15 ára snillingur er hér á landi í boði Nitro/N1. Aaron Colton mun einnig vera með sýningu í Smáralind 1 maí á milli 16-18 í boði Nitro/N1 og Sníglanna, þar endar einmitt hópkeyrsla Sníglanna. 

 

Þess má geta að Bílar & Sport hafði milligöngu á að fá Aaron Colton til landsins.

Myndbönd af Aaron Colton er að finna á  http://www.youtube.com/watch?v=BY7bP3TlkhQ

 

Hér eru meiri upplýsingar um Trackday.

Tilhögun:
Þetta er EKKI keppni heldur er þetta aðeins hugsað sem leiksvæði fyrir menn þar sem allir geta tekið þátt sama á hvernig bílum þeir eru. Þarna eru beygjur, beinir kaflar og opin stór leiksvæði til að gera kúnstir á. Þar sem þetta er ekki keppni skiptir tíminn litlu máli EN það verða dómarar á svæðinu til að vega og meta og sjá að allt fari vel fram og hreinlega til að geta gert sér betur grein fyrir því hvernig væri hægt að dæma pjúra keppni þarna á þessu svæði.

Áhorfendur:
Fólk vinsamlegast beðið um að virða svæðin sem það má vera á, ganga vel um og annað.

Svæðið:

Brautin er um 1.3 km á lengd.
Video ca af hringnum má finna hér: http://www.live2cruize.com/Myndasafn/albums/Video/Kef_leidin.wmv
Ca mynd af hringnum hér:


Takmarkanir:
Eins og ég hef áður nefnt er þetta tilraunaleyfi og núna veltur allt á því að þetta fari vel fram svo hægt sé að fá vilyrði fyrir fleiri æfingum þarna upp frá, já eða keppnum. Reglurnar eru einfaldar en verða strangar þar sem við verðum að sýna og sanna það að við getum haldið svona opna "trackdays" ef svo má að orði komast án þess að allir séu fjúkandi útaf hægri vinstri eða fari sér að voða. Ef menn geta ekki hlýtt þessum einföldu reglum sem settar verða, verður þeim hiklaust vísað af brautinni og fá EKKI endurgreitt.

Aðkoma:
Mönnum er bent á að fara þessa leið til að komast inn á daginn sjálfan:

 
Villý L2C

Upplýsingarnar koma af spjalli www.Live2cruize.com

 Bílar & Sport


Bíladellan 2007 og hjólablað í undirbúningi

Jæja, nú er vel heppnuð sýning Kvartmíluklúbbsins að baki, Bíladella 2007. Þar voru margir veglegir gripir og sýnum við þá í næsta tölublaði, sem kemur út þann 16.maí næst komandi. Bílar & Sport var á staðnum með lukkuhjólið og gerðust margir áskrifendur að blaðinu, einnig ruku út eldri tölublað og ljóst að lesendur vilja margir eiga öll tölublöðin, sem er mjög gaman að sjá. Í næsta tölublaði verða mótorhjólin númer eitt, fjöllum um þau nýju og tökum sum hver í reynsluakstur, einnig kíkjum við að sjálfsögðu í skúrinn hjá áhugverðum köppum og kíkjum þar á gamla gullmola. Síðan förum við yfir þær keppnir sem framundan eru í mótorkrossinu og fleiru sporti. Einnig segist formúlu 1 greinarhöfundur okkar að skemmtileg grein sé í smíðum hjá honum, en hún mun bera heitið Reikönnen vs. Alonso.

Bíladella 2007, sýning Kvartmíluklúbbsins.

 

Bíladella 2007

Allir að mæta á Bíladellu 2007! Bílar & Sport verða á svæðinu með lukkuhjól að kynna tímaritið og að taka á móti nýjum áskrifendum.


Alonso sigrar í Malasíu

Fernando Alonso, sitjandi heimsmeistari í Formúlu 1 sigraði í kappakstrinum í Malasíu í dag. Liðsfélagi hans, nýliðinn Lewis Hamilton var annar á undan Ferrari manninum Kimi Raikkönen sem var ekki nógu sáttur með árangur dagins. Alonso leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring til hins síðasta og hafði nokkra yfirburði. Hamilton komst fram úr Massa fyrsta hring en nýliðinn ræsti fjórði. Massa gerði sig hinsvegar líklegan til að taka fram úr honum en féll á bragði Hamilton og skautaði útaf, lenti á eftir Nick Heidfeld á BMW og var þar til enda mótsins. Heidfeld endaði í fjórða sæti með Massa á hælunum og Fisichella þar á eftir.

Allt gengur á afturfótunum hjá Honda liðinu um þessar mundir og munum við fjalla ýtarlega um stöðu Honda liðsins í næsta tölublaði sem ætti að birtast á sölustöðum um næstu helgi. Þar verður einnig farið skýrar í lokin mót ársins sem eru ástralski kappaksturinn og sá malasíski.

Birgir Þór Harðarson,
F1 greinarhöfundur Bílar & Sport


mbl.is Keppnistímabilið getur varla hafa byrjað betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verður fyrstur á tunglið?

Keppni bílaframleiðenda um hraðskreiðasta bílinn í almennri sölu gæti verið að ná hámarki um þessar mundir. Kapphlaupið er óneitanlega farið að minna á stærri og merkari kapphlaup í sögu tækninnar þó það sé nú kannski misjafnt milli manna og þá bílaáhugamanna. Porche er nú með í smíðum bíl sem stefnir að því að ná meti Bugatti bílsins, sem tók metið af Koenigsegg. Sá nýjasti frá Koenigsegg, Koenigsegg CCXR sem gengur á lífrænu eldsneyti og er um 1.080 hestöfl er þó líklegur að taka metið á næstu dögum.

Bloggleysi...

Flensan náði víst tökum á blogginu líka, en heilsan er nú komin í lag á ný. Einnig vil ég benda fólki á að skrifa athugasemd ef okkur fer aftur úr í blogginu því það munar nú um það ef þið látið okkur vita að einhverjir séðu að lesa...

Beittur Maserati

Það er svolítið beitt á honum lúkkið þessum. Spurning hvort eigandinn hafi fengið einhvern listamannastyrk og langað í nýjan bíl... Carscoop_Maserati_SG_50

(carscoop.blogspot.com)


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband