Föstudagur, 16. mars 2007
Formúluleikurinn á formula.is
Ég vil benda ykkur á endurbættan vef hjá formula.is sem einnig er hægt að nálgast á slóðinni motorgames.eu. Þetta er gamli góði liðstjóraleikurinn en hann er kominn í hendur nýrra eigenda og búið að taka útlit í gegn og einnig bæta við möguleikanum á MotoGP. Endilega þeir sem hafa áhuga á formúlunni eða MotoGP að kíkja á www.formula.is
Skjótið á úrslitin í formúlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. mars 2007
Bílar&Sport F1-blaðið kemur út um helgina!
Það er gott framtak hjá Toyota á Íslandi að reyna að byggja meira í kringum Formúlu 1 keppnisliðið. Það er því fögnunarefni að þeir muni kynna starfsemi sýna um helgina. Það mætti vera meira um slíkt hjá þessum stærri fyrirtækjum hér heima og eins að þau komi með með öflugri hætti að íslenska mótorsportinu. Það er kannski ekki alltaf hægt að segja að fyrirtæki fái 100% til baka það sem þau leggja út í "sponsi". Þau geta aftur á móti fengið sitt til baka á endanum ef þeim tekst að hafa áhrif á vinsældir mótorsportsins. Eins og með því að ; stykja og efla lið til þátttöku, styrkja sýningar á íslensku mótorsporti í sjónvarpi og síðast en ekki síst, að taka þátt í uppbyggingu æfinga- og keppnissvæða. Auðvitað er þetta ekkert nýtt á nálinni, en það má alltaf gera betur!
Bílar & Sport F1-blaðið kemur síðan út um helgina og verður alveg sneisa fullt af góðu efni. Þar verður meðal annars upptalning á öllum liðum og ökumönnum, brautir og brautarlýsingar, upplýsingar um nýliða og mat Formúlu1 greinarhöfundar okkar á komandi keppnistímabili.
Formúluklúbbur Toyota kynnir starfsemi sína og keppnislið Toyota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Ekki deyja úr töffarastælum!
Hann á að hafa sloppið ágætlega miðað við aðstæður en var tilnenfdur til Darwin verðlaunanna fyrir uppátækið, skrítið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Ford GTX1
Spurning hvort Brimborg ætti ekki að fara að endurnýja?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. mars 2007
500 hestafla vélsleðinn skilaði sínu
Eins og áður hefur verið nefnt hér á síðunni og í tímaritinu hefur 500 hestafla vélsleði verið á leiðinni til landsins. Hann er kominn og mætti eigandinn á Mývatn og rúllaði upp ísspyrnunni. Stolti eigandinn og keppnismaðurinn Sigvaldi Þorleifsson náði 1. sætinu á besta tíma sem mælst hefur á Íslandi, eða 202 metrar á 6,51 sekúndu. Við hjá Bílar og Sport höfum verið spenntir að fá sleðann til landsins og til umfjöllunar í blaðinu. En grein um sleðann og áform eigandans verður að finna í næsta tölublaði (3.tbl. 2007)sem mun koma út 15. mars næst komandi.
Vélsleðahátíð við Mývatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 6. mars 2007
Sjálfvirkur bílskúr, ekki slæmt!
Það hefur oft verið minnst á þetta í umfjöllunum um framtíðar bílageymslur en sum tæknin er lengur á leiðinni en aðrar. Hér er þó loksins sjálfvirki bílskúrinn kominn. Þér líður eins og þú búir í einbýli, með málverk í bílskúrnum, en þetta er sami bílskúr og allir í blokkinni eiga, bíllinn hverfur bara niður um gólfið og birtist aftur fyrir réttan eiganda...
Fleiri myndir hér, fléttið á milli mynda efst í hægra horninu.
Minni á áskriftina, askrift@bilarogsport.is Næsta blað er í fullum undirbúningi og verður fullt af formúlu 1 efni og mun það koma út 15. mars næst komandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Mini Pallbíll!
Þið megið deila um það hvort þetta sé töff en þetta er a.m.k. vel gert...
Fleiri myndir hér á þessari þýsku síðu hér
(Hef opnað fyrir athugasemdir í tilraunaskyni, endilega að kommenta!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. mars 2007
F1 "þemagarður" í Dubai
Dubai ætlar svo sannarlega að stimpla sig inn í heimi formúlunnar. Nýverið var fyrirtæki í Dubai að fjármagna fyrirhugaða byggingu á skemmtigarði eða þemagarði, tileinkað Formúlu 1. Fasteignafélag að nafni Union Properties hefur tryggt sér réttindin með samningi við Bernie Ecclestone og í þeim samningi felst réttur á byggingu slíkra garða víðs vegar um heiminn. Spurning hvort það verði þá einn á Suðurnesjunum?
(grandprix.com)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
Honda frumsýnir F1 bíl sinn fyrir árið 2007
Í dag frumsýndi Honda liðið í Formúlu 1 kappakstrinum nýjan bíl sinn. Bílinn skartar ekki hinu hefðbundna útliti Formúlu bíls heldur prýðir bílinn mynd af heiminum. Þetta frumkvæði Honda liðins er til þess að vekja meiri umræðu á þeim loftslagsvanda sem heimurinn stendur frammi fyrir. Stjórnendur liðsins sögðu að hið nýja útlit væri framtíðin í Formúlu 1 þar sem mótaröðin yrði að standa með málefnum sem þessum. Liðið meinar því að staðalímynd Formúlu 1 bíls muni breytast með þessu uppátæki en ímynd F1 bíls hefur verið framúrskaranlegur kappakstursbíll þakinn auglýsingum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá prýða bílinn engar auglýsingar. Stórfyrirtæki hafa þó lýst yfir stuðningi við liðið og leggja til fjármagn til þessara málefna. Tónlistarfyrirtækið Universial Music og Gatorate eru meðal þessara fyrirtækja.
En þó bíllinn sé aðeins eitt stórt heimskort þá mun Honda liðið standa fyrir öðru skemmtilegu til að vekja áhuga hjá fólki á þessu efni. Á vefsíðunni http://www.myearthdream.com/ verður á morgun hægt að skrá nafn sitt sem mun svo birtast á bílnum í mótum ársins.
Í ár framleiða Honda verksmiðjurnar Honda Civic GX bílinn sem talinn er vistvænasti bíll veraldar. Honda er því góður fulltrúi þessa málstaðs í Formúlu 1.
Birgir-F1
Bílar & Sport
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 23. febrúar 2007
2. tölublað 2007
Jæja, 2. tölublað 2007 kom út núna fyrir síðustu helgi. Blaðið barst til áskrifenda á föstudag og hefur verið í dreifingu nú fyrr í vikunni og ætti því að vera komið á alla okkar helstu sölustaða en blaðið fæst í um 150 verslunum vítt og breitt um landið. Nýr söluaðili eru Bónus verslanirnar á höfuðborgarsvæðinu og munu Bónus verslanir á landsbyggðinni trúlega bætast í hópinn með 3.tölublaði þessa árs.
Helstu þættir í blaðinu er ýmist jeppaefni en einnig MotoGP, Formúlan, Snjókross á Húsavík, Reynsluakstur á Opel OPC, nýja Volvo C30, nýja CRV og einnig Suzuki Swift Sport. Einnig jeppa-ferðasaga margt margt fleira...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)