Færsluflokkur: Bloggar

Afsakið Blogg-leysið!

Upp kom smá vandamál þar sem nýtt lykilorð frá blogginnu skilaði sér ekki á rétt netfang. Biðjumst við velvirðingar og tökum okkur taki í blogginu hér eftir...

Chevrolet eða Audi auglýsing?

chevy

Eitthvað undarlegt hefur átt sér stað í hönnunarferli á auglýsingu á nýjum Chevrolet sem birt var í nýjasta hefti Automotive News nú á dögunum. Er Chevrolet-menn hreinlega farnir að auglýsa Audi? Það mætti spyrja sig að því, því erfitt er annað en að taka eftir að einhverjir stálhringir í baksýn myndarinnar minna óneitanlega mjög mikið á vörumerki Audi. Það er svo auglýst að það er ótrúlegt að svona skuli geta farið fram hjá ljósmyndara, hönnuðum og markaðsfólki. Er þetta kannski bara viljandi, átti fólk að taka eftir þessu og var ætlunin þá að vekja umtal á auglýsingunni, svo aðilar eins og t.d. Bílar & Sport tækju upp á því að birta hana á bloggi sínu, algjörlega að kostnaðarlausu?

...eða var þetta bara feitt klúður?


Bjartara sumar fyrir hjólamenn og konur!

Frétt á vef vélhjólaklúbbsins segir að samkomulag hafi náðst við landeigendur á Klaustri og Klaustursmótið verður því að veruleika í sumar, eins og segir í fréttinni;

"VÍK hefur  náð samkomulagi við landeigandann á Efri-Vík um að Klausturskeppnin verði haldin á sínum stað laugardaginn 26. maí, amk. þetta árið. Keppnin hefur verið mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og ferðaþjónustuna á staðnum auk þess sem brautin býður upp á frábæra blöndu af sandi og grashólum. Við munum ræða um framhald á keppninni til næstu ára en annars munum við fara í það fljótlega að leita að öðru ekki síðra keppnisstæði.
Kveðja, Hrafnkell formaður."


F1 Götubíll!

Hér er fyrsta myndskeiðið af hugmyndabílnum Caparo T1. Þessi bíll er hannaður með innblástri frá Formúla 1, eins og sjá má. Þetta er vægast sagt sérkennilegur bíll en sitjandi svona nálægt malbikinu má gera ráð fyrir að ágætis stemmingu að rúnta um götur borgarinnar í þessu tæki.


Bjallan góða!

flower power

Það er oft að finna skemmtilega pistla, sögur eða annað skemmtilegt á heimasíðu fornbílaklúbbsins. Á vefsíðunni http://www.fornbill.is/ til að mynda þessa skemmtilegu sögu; "Á hraðbrautum Þýskalands má aka mjög hratt. Þar var eitt sinn gömul Volkswagen-bjalla á ferð og varð bensínlaus. Eftir nokkra stund ber að sportlegan Benz sem stöðvar og tekur bjölluna í tog. Þegar hann er nýlega lagður af stað aftur ber að Ferrari sem dregur úr hraðanum, ekur upp að hlið Benzans og ökumaðurinn lítur til Benz-ökumannsins og æfir inngjöfina. Ökumaður Benzans skilur táknmálið og er til í tuskið og nú gefa þeir báðir duglega í.Þegar bílana ber að næstu bensínstöð áttar ökumaður Volkwagen-bílsins sig á að Benzinn hefur gleymt honum og byrjar því að flauta til að minna á sig. Fyrst flautar hann kurteislega en síðar ákafar og ákafar.Nú víkur sögunni til afgreiðslumannsins á bensínstöðinni. Hann fylgist með leiknum og hringir svo til vinar síns sem afgreiðir á næstu bensínstöð og segir: „Þessu máttu ekki missa af! Rétt bráðum sérðu Ferrari og Benz í æsilegum kappakstri og á eftir þeim er Volkswagen-bjalla sem liggur á flautunni til að komast framúr!"


Sniðug þjófavörn


Dísel Boxer í Subaru!

diesel_boxer_1280 

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Subaru, er það nú staðfest, að vélin mun verða kynnt á bílasýningunni í Geneva 6.mars næstkomandi. Fréttatilkynningin er hér meðfylgjandi;

"SUBARU 'BOXER' TURBO DIESEL IN GENEVA WORLD PREMIERE

The world's first horizontally-opposed turbo diesel engine – offering exceptional refinement and smoothness – makes it debut at the 77th Geneva International Motor Show next month on the Subaru stand.

The Japanese all-wheel drive specialist – renowned for producing cars with outstanding chassis dynamics and active safety – will be displaying an entire drivetrain at the 'show.

Subaru believes passionately in its 'boxer' engines which are more compact than in-line units and provide a much lower centre-of-gravity.

This reduces body roll for safer cornering and also enhances handling precision such as during a sudden lane-change manoeuvre on a motorway.

Due for its first vehicle application early next year, the Subaru 'boxer' turbo diesel is a highly rigid unit with low levels of noise and vibration.

Not only does this eliminate the need for a balancer shaft which counters uneven combustion pressures and general roughness, but Subaru's first diesel is as compact as its petrol sisters and combines unusually strong pulling power at low engine speeds with high-rev throttle-response.

Both the engine and symmetrical all-wheel drive drivetrain will be unveiled as part of Subaru's press conference at the 'show on March 6 at 10.15 am."

 


Svaðilförin í næsta tölublaði

default[27]

 

 

 

Mynd sótt af vef F.4x4. Heiðar var á bílnum sem er fjær á myndinni sem fór að mestu í kaf eins og bíllinn sem er nær, sem virtist þó fljóta á klakabreiðu þar sem aldrei náðist niður í fast land undir honum. 

Það verður ekki til gott jeppablað nema með góðum sögum af fjöllum. Heiðar Engilbertsson var staddur hjá okkur í útgáfunni í dag og skrásettum við í samvinnu við hann ferðasögu af nokkrum jeppamönnum sem lentu í erfiðum aðstæðum sem ekki var unnt að sjá fyrir um. Tveir bílar fóru niður um ís þar sem nákvæmustu kort sýna sléttan sand. Svona er íslensk náttúra í hnotskurn. Engin slys urðu á fólki svo vildu þeir með ánægju deila sögunni með öðrum lesendum svo hægt sé að læra af slysum sem þessum. Þetta verður því sannkallað jeppablað, 15. febrúar.

askrift@bilarogsport.is

 


Tacoma í myndatöku

Tacoma Fjallasport 002

Í dag var fullbreyttur Toyota Tacoma í myndatöku fyrir næsta blað. Bíllinn er breyttur af Fjallasport og er hann vel tækjum búinn. Gott veður í dag skemmdi ekki fyrir og held að þetta verði úrvals efni í jeppablaðið sem kemur út þann 15.febrúar enda um að ræða spennandi bíl sem hefur átt vinsældum að fagna hjá jeppamönnum að undan förnu.


Engin keppni á Klaustri!

motorrad2 

Eftirfarandi tilkynningu er að finna á vefsíðunni motocrss.is;

"Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. Menn spyrja eflaust um ástæðuna og skýringin er sú að ég hef bara ekkert land til að vinna með og það er víst algerlega ómissandi hluti í keppnishaldi sem þessu. Ég þakka öllum þeim sem hafa komið að þessari keppni í þessi fimm ár sem ég hef staðið fyrir henni, jafnt starfsmönnum sem keppendum. Vona að þetta hafi vakið augu okkar hjólamanna að allt er hægt.
Kveðja Kjartan "


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband