Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 14. janúar 2007
Umfjöllun í bátablaðinu...
Það verður fjallað um listisnekkjur og öflugustu spíttbátana á Íslandi í bátablaðinu sem mun koma út þann 13.apríl næst komandi. Það eru þó 4 tölublöð í það, þar sem fyrsta tölublað ársins fer í prentun í fyrramálið. Fjórða tölublað ársins verður sem sagt með sérstöku þema eins og önnur blöð og verður þema þess blaðs bátar og vatnasport. Vonandi verðum við búin að komast yfir meiri upplýsingar um þessa nýju snekkju svo við getum birt ýtarlega umfjöllun um hana. Sendið endilega ábendingar um efni á info@bilarogsport.is
Abramóvítsj lætur smíða stærstu snekkju heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. janúar 2007
Það er farið að snjóa... vélsleðablaðið kemur út 18.janúar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 13. janúar 2007
...með aðra hönd á stýri
Sitt sýnist sjálfsagt hverjum með niðurstöður þessarar rannsóknar og hvort hún eigi þá við á Íslandi. Gaman væri að sjá sambærilegar rannsóknir á Íslandi. Guðmundar Freyr Úlfarsson, Ph.D., verkfræðingur og sviðsstjóri samgöngusviðs byggingarverkfræðideildar Washingtonháskóla Í St. Louis, hefur unnið að viðamiklum rannsóknum sem hann kynnti á Íslandi nú síðast liðinn mánudag. Fjallað er um niðurstöður hans í grein á Vísi.is og kemur þetta m.a. fram þar;
"Jeppar eru hættulegri en fólksbílar við útafakstur eða þegar keyrt er á harðan hlut, til dæmis vegg eða staur, og meiri líkur á alvarlegum meiðslum eða mannsláti en í fólksbílum við þessar aðstæður. Fólksbílar eru hins vegar hættulegri við árekstur jeppa og fólksbíls en jeppar.
Breyttur jeppi er hins vegar ekkert hættulegri en óbreyttur jeppi.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Guðmundur Freyr Úlfarsson, sviðsstjóri við Washingtonháskóla, hefur gert ásamt öðrum þar sem borin eru saman eins slys 1991-2001. Guðmundur segir að jeppar velti meira og bílveltur séu mjög hættuleg slys.
Þegar tvö ökutæki, jeppi og fólksbíll, lenda í árekstri er jeppinn hins vegar öruggari en fólksbíllinn og sérstaklega er jeppinn hættulegur í hliðarárekstri. Það er mun hættulegra ef jeppi keyrir á fólksbíl en ef tveir fólksbílar lenda í árekstri," segir hann. Í árekstri þar sem jeppi lendir á fólksbíl minnka mikið líkurnar á því að fólk í jeppanum deyi og því er miklu öruggara að vera í jeppanum. Þeir sem eru í fólksbílunum eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja."
Munu þessar tvær niðurstöður sjálfsagt minna jeppamanna á ábyrgð sýna, sem eru ökumenn stærri bíla sem geta valdið alvarlegri slysum í samstðu við fólksbíla. Flestir jeppamenn keyra jeppa sýna að mestu innanbæjar og eru því ekki eins og Bjössi á mjólkurílnum, sem brunaði um á milli bæja án þess að mæta nokkrum einasta fólksbíl.
Atferli jeppaökumanna rannsakað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Bjöggi Halldórs til félagsmanna í KK?
Á vef Kvartmíluklúbbsins var sett fram tillaga um að Kvartmíluklúbburinn kæmi á viðræðum við Alcan um framtíðarmál Kvartmíluklúbbsins sem nú er innan skipulags svæðis akstursíþrótta í Hafnarfirði. Hugsanleg stækkun álversins í Straumsvík mun því jafnvel þýða breytingar á akstursíþróttasvæðinu. Spurning hvort Kvartmíluklúbburinn sé ekki bara í ágætri samningsstöðu? Ættu allavegna að geta fengið einn disk með Bjögga Halldórs...
Umræðan; http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=18885
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Hvað er í kassanum?
Skemmtileg getraun á www.motul.is. Giskið á hvað sé í kassanum og þið getið unnið verðlaun með því að senda rétt svar á motul@motul.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. janúar 2007
Toyota frumsýnir Formúlu 1 bíl
Frumsýning á nýjum keppnisbíl Toyota á vefnum, undir slóðinni www.toyota-f1.com.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. janúar 2007
Sérblað um formúluna 15.mars
Tekur hann sig ekki bara vel út í rauða litnum?
3.tbl. Bílar & Sport á þessu ári verður með þema Formúlu 1. Vinna við það tölublað er nú þegar hafin. Einnig hefur verið ákveðið að Formúlan mun áfram vera einn af föstum liðum Bílar & Sport og ætti það að verða gleðiefni áhugamanna Formúlunnar. Næsta tölublað Bílar & Sport kemur út þann 18. janúar og verður þar að finna eina eða tvær greinar úr formúlunni.
Räikkönen í herklæðum Ferrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Hár fórnarkostnaður
Sorglegur atburður átti sér stað í dag á fjórðu dagleið kepninnar í Dakar-rallinu. Einn keppandi látinn. Verða þeir fleiri? Það er þekkt staðreynd að mikil hætta fylgir því að keppa í Dakar-rallinu en spurning er hvort fórnarkostnaðurinn sé ekki of hár? Keppendur eru flestir í mjög góðu líkamlegu formi en keppnin er einmitt í senn mikil líkamleg þolraun keppenda. Nú mun enn og aftur skjóta upp umræðunni um öryggi keppenda, en tildrög að slysinu eru þó enn óljós.
Banaslys í Dakar-rallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. janúar 2007
Toyota klífur hærra á toppinn
Markaðshlutdeild Toyota óx mest allra vörumerkja á árinu 2006 samanborið við árið 2005. Þar á eftir er það Mazda sem eykur hlutdeild sýna um 1,35% og því næst Opel með 0,58% vöxt. Þau vörumerki sem eru að missa markaðshlutdeild eru Nissan, en það vörumerki tapar hvað mestri markaðshlutdeild eða um 1,18% og kemur þar á eftir Hyundai með 1,14% markaðshlutdeild. Markaðshlutdeild Volgswagen dregst þar á eftir saman um 0,99%. www.bgs.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. janúar 2007
Eru Jeppar ÖRUGGARI í umferðinni en fólksbifreiðar?
"Fyrirlesari: Guðmundar Freyr Úlfarsson, Ph.D., verkfræðingur og sviðsstjóri samgöngusviðs byggingarverkfræðideildar Washingtonháskóla Í St. Louis. Mánudaginn 8. janúar í Öskju, stofu 132 kl. 16:00 - 17:00. Allir velkomnir.
Greint verður frá rannsókn þar sem athugaður er munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða í árekstrum tveggja ökutækja og í slysum er varða eitt ökutæki, t.d. útafakstur. Einnig er greint frá rannsókn á mun breyttra og óbreyttra jeppa. Leitast er við að svara spurningum um hvort jeppar eru öruggari í umferðinni en fólksbifreiðar og hvort breyttir jeppar séu hættulegri en óbreyttir í árekstrum við fólksbifreiðar." tilkynnt á vefnum www.f4x4.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)