Laugardagur, 13. janúar 2007
...með aðra hönd á stýri
Sitt sýnist sjálfsagt hverjum með niðurstöður þessarar rannsóknar og hvort hún eigi þá við á Íslandi. Gaman væri að sjá sambærilegar rannsóknir á Íslandi. Guðmundar Freyr Úlfarsson, Ph.D., verkfræðingur og sviðsstjóri samgöngusviðs byggingarverkfræðideildar Washingtonháskóla Í St. Louis, hefur unnið að viðamiklum rannsóknum sem hann kynnti á Íslandi nú síðast liðinn mánudag. Fjallað er um niðurstöður hans í grein á Vísi.is og kemur þetta m.a. fram þar;
"Jeppar eru hættulegri en fólksbílar við útafakstur eða þegar keyrt er á harðan hlut, til dæmis vegg eða staur, og meiri líkur á alvarlegum meiðslum eða mannsláti en í fólksbílum við þessar aðstæður. Fólksbílar eru hins vegar hættulegri við árekstur jeppa og fólksbíls en jeppar.
Breyttur jeppi er hins vegar ekkert hættulegri en óbreyttur jeppi.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn sem Guðmundur Freyr Úlfarsson, sviðsstjóri við Washingtonháskóla, hefur gert ásamt öðrum þar sem borin eru saman eins slys 1991-2001. Guðmundur segir að jeppar velti meira og bílveltur séu mjög hættuleg slys.
Þegar tvö ökutæki, jeppi og fólksbíll, lenda í árekstri er jeppinn hins vegar öruggari en fólksbíllinn og sérstaklega er jeppinn hættulegur í hliðarárekstri. Það er mun hættulegra ef jeppi keyrir á fólksbíl en ef tveir fólksbílar lenda í árekstri," segir hann. Í árekstri þar sem jeppi lendir á fólksbíl minnka mikið líkurnar á því að fólk í jeppanum deyi og því er miklu öruggara að vera í jeppanum. Þeir sem eru í fólksbílunum eru tvisvar sinnum líklegri til að deyja."
Munu þessar tvær niðurstöður sjálfsagt minna jeppamanna á ábyrgð sýna, sem eru ökumenn stærri bíla sem geta valdið alvarlegri slysum í samstðu við fólksbíla. Flestir jeppamenn keyra jeppa sýna að mestu innanbæjar og eru því ekki eins og Bjössi á mjólkurílnum, sem brunaði um á milli bæja án þess að mæta nokkrum einasta fólksbíl.
Atferli jeppaökumanna rannsakað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.