Mánudagur, 22. janúar 2007
Kvikmynd um McLaren
Á vefsvæði Formúlu 1 hjá RÚV segir að í undirbúningi sé kvikmynd um Bruce McLaren, stofnanda McLaren Formúlu-liðsins. Á vefnum kemur þetta meðal annars fram;
"Framleiðandi Hringadróttinssögu, eða Lord of the Rings tilkynnti í dag að gerð verði kvikmynd um sögu Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Nokkrir af helstu og elstu starfsmönnum McLaren voru viðstaddir tilkynninguna í Nýja Sjálandi þar sem myndin verður tekin að stórum hluta. Ekkja McLaren og dóttir þeirra voru einnig á staðnum, en Bernie Ecclestone hefur gefið samþykki fyrir gerð myndarinnar.
Saga Bruce McLaren er saga dugmikils drengs og síðar manns, sem gafst aldrei upp. Níu ára gamall fékk McLaren sjúkdóm sem varð til þess að hann var rúmliggjandi í mörg ár. Hann náði sér á strik um síðir en lærði bifvélavirkjun í rúminu, en var haltur alla ævi. Hann lést í slysi á æfingu á kappakstursbrautinni þegar skottlok losnaði af sportbíl sem hann ók og keppti á. Bíllinn hentist á varnarvegg og McLaren beið bana, aðeins 33 ára gamall."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.