Volvo C30 frumsýndur hjá Brimborg

C 30

Volvo virðist ætla að róa á ný mið með skemmtilegri útgáfu af litlum sportara sem frumsýndur er núna um helgina hjá Brimborg. Bíllinn er fjögurra sæta og er því með tvo stóla í stað bekks í afturrými og eru allir stólarnir mjög sportlegir og svipa til körfustóla í útliti. Bíllinn er þar að auki með öflugum hljómtækjum og gefur því flest allt til kynna að Volvo stefnir á vinsældir í hópi yngri ökumanna en öllum er ljóst að hingað til hafa þeir ekki verið sterkastir í þeim hópi. Bíllinn er að skila um 218 hestöflum og ætti hann því að standa undir því að geta verið kallaður sportari. Áætlað er að fjallað verði nánar um bílinn og hann tekinn í reynsluakstur fyrir 2.tbl. Bílar & Sport sem kemur út 15.febrúar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband