Fimmtudagur, 1. febrúar 2007
Schumacher körtur?
Schumacher virðist vera mjög hugsinn á svip, af myndum með frétt um hann á mbl.is. Ætla má að samningar hans við Ferrari liðið í dag séu mun frjálslegri en þeir voru, þegar hann var ökuþór liðsins. Þá má gera ráð fyrir því að auglýsingasamningar hans geti tengst öðrum fyrirtækjum og þá öðrum framleiðendum en Ferrari. Gæti þá verið að hann sé að huga að nýjum auglýsingasamningi?
Maður í þessari stöðu, með sitt þekkta nafn og ekki eldri en hann er, hefur mikla möguleika áfram í viðskiptum, þá sérstaklega til að vinna með nafn sitt tengt framleiðslu á hinum og þessum vörum. Þegar hann er orðinn svona efnaður eins og hann er í dag, af hverju bara samningar við önnur fyrirtæki? Þegar hann gæti átt þau sjálfur og sagst sjálfur sjá um þróunina, væri það ekki mjög sterkur leikur? Af hverju þá ekki bara að framleiða t.d. sínar eigin körtur. Verða Tony´s körturnar kannski í framtíðinni Schumacher körtur?
Schumacher prófar körtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.