Chevrolet eða Audi auglýsing?

chevy

Eitthvað undarlegt hefur átt sér stað í hönnunarferli á auglýsingu á nýjum Chevrolet sem birt var í nýjasta hefti Automotive News nú á dögunum. Er Chevrolet-menn hreinlega farnir að auglýsa Audi? Það mætti spyrja sig að því, því erfitt er annað en að taka eftir að einhverjir stálhringir í baksýn myndarinnar minna óneitanlega mjög mikið á vörumerki Audi. Það er svo auglýst að það er ótrúlegt að svona skuli geta farið fram hjá ljósmyndara, hönnuðum og markaðsfólki. Er þetta kannski bara viljandi, átti fólk að taka eftir þessu og var ætlunin þá að vekja umtal á auglýsingunni, svo aðilar eins og t.d. Bílar & Sport tækju upp á því að birta hana á bloggi sínu, algjörlega að kostnaðarlausu?

...eða var þetta bara feitt klúður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband