Mánudagur, 26. febrúar 2007
Honda frumsýnir F1 bíl sinn fyrir árið 2007
Í dag frumsýndi Honda liðið í Formúlu 1 kappakstrinum nýjan bíl sinn. Bílinn skartar ekki hinu hefðbundna útliti Formúlu bíls heldur prýðir bílinn mynd af heiminum. Þetta frumkvæði Honda liðins er til þess að vekja meiri umræðu á þeim loftslagsvanda sem heimurinn stendur frammi fyrir. Stjórnendur liðsins sögðu að hið nýja útlit væri framtíðin í Formúlu 1 þar sem mótaröðin yrði að standa með málefnum sem þessum. Liðið meinar því að staðalímynd Formúlu 1 bíls muni breytast með þessu uppátæki en ímynd F1 bíls hefur verið framúrskaranlegur kappakstursbíll þakinn auglýsingum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þá prýða bílinn engar auglýsingar. Stórfyrirtæki hafa þó lýst yfir stuðningi við liðið og leggja til fjármagn til þessara málefna. Tónlistarfyrirtækið Universial Music og Gatorate eru meðal þessara fyrirtækja.
En þó bíllinn sé aðeins eitt stórt heimskort þá mun Honda liðið standa fyrir öðru skemmtilegu til að vekja áhuga hjá fólki á þessu efni. Á vefsíðunni http://www.myearthdream.com/ verður á morgun hægt að skrá nafn sitt sem mun svo birtast á bílnum í mótum ársins.
Í ár framleiða Honda verksmiðjurnar Honda Civic GX bílinn sem talinn er vistvænasti bíll veraldar. Honda er því góður fulltrúi þessa málstaðs í Formúlu 1.
Birgir-F1
Bílar & Sport
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.