Föstudagur, 2. mars 2007
F1 "þemagarður" í Dubai
Dubai ætlar svo sannarlega að stimpla sig inn í heimi formúlunnar. Nýverið var fyrirtæki í Dubai að fjármagna fyrirhugaða byggingu á skemmtigarði eða þemagarði, tileinkað Formúlu 1. Fasteignafélag að nafni Union Properties hefur tryggt sér réttindin með samningi við Bernie Ecclestone og í þeim samningi felst réttur á byggingu slíkra garða víðs vegar um heiminn. Spurning hvort það verði þá einn á Suðurnesjunum?
(grandprix.com)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.