Bílar&Sport F1-blaðið kemur út um helgina!

Toyota-TF105-800Það er gott framtak hjá Toyota á Íslandi að reyna að byggja meira í kringum Formúlu 1 keppnisliðið. Það er því fögnunarefni að þeir muni kynna starfsemi sýna um helgina. Það mætti vera meira um slíkt hjá þessum stærri fyrirtækjum hér heima og eins að þau komi með með öflugri hætti að íslenska mótorsportinu. Það er kannski ekki alltaf hægt að segja að fyrirtæki fái 100% til baka það sem þau leggja út í "sponsi". Þau geta aftur á móti fengið sitt til baka á endanum ef þeim tekst að hafa áhrif á vinsældir mótorsportsins. Eins og með því að ; stykja og efla lið til þátttöku, styrkja sýningar á íslensku mótorsporti í sjónvarpi og síðast en ekki síst, að taka þátt í uppbyggingu æfinga- og keppnissvæða. Auðvitað er þetta ekkert nýtt á nálinni, en það má alltaf gera betur! 

Bílar & Sport F1-blaðið kemur síðan út um helgina og verður alveg sneisa fullt af góðu efni. Þar verður meðal annars upptalning á öllum liðum og ökumönnum, brautir og brautarlýsingar, upplýsingar um nýliða og mat Formúlu1 greinarhöfundar okkar á komandi keppnistímabili.

askrift@bilarogsport.is


mbl.is Formúluklúbbur Toyota kynnir starfsemi sína og keppnislið Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband