Alonso sigrar í Malasíu

Fernando Alonso, sitjandi heimsmeistari í Formúlu 1 sigraði í kappakstrinum í Malasíu í dag. Liðsfélagi hans, nýliðinn Lewis Hamilton var annar á undan Ferrari manninum Kimi Raikkönen sem var ekki nógu sáttur með árangur dagins. Alonso leiddi kappaksturinn frá fyrsta hring til hins síðasta og hafði nokkra yfirburði. Hamilton komst fram úr Massa fyrsta hring en nýliðinn ræsti fjórði. Massa gerði sig hinsvegar líklegan til að taka fram úr honum en féll á bragði Hamilton og skautaði útaf, lenti á eftir Nick Heidfeld á BMW og var þar til enda mótsins. Heidfeld endaði í fjórða sæti með Massa á hælunum og Fisichella þar á eftir.

Allt gengur á afturfótunum hjá Honda liðinu um þessar mundir og munum við fjalla ýtarlega um stöðu Honda liðsins í næsta tölublaði sem ætti að birtast á sölustöðum um næstu helgi. Þar verður einnig farið skýrar í lokin mót ársins sem eru ástralski kappaksturinn og sá malasíski.

Birgir Þór Harðarson,
F1 greinarhöfundur Bílar & Sport


mbl.is Keppnistímabilið getur varla hafa byrjað betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband