Föstudagur, 27. apríl 2007
Aaron Colton Streetbike Freestyle Stunt Rider (Listdansari á hjóli)
Aaron Colton mun vera með sýningu á morgun (Laugardag 28 apríl) á milli 12-14 á Trackday í Keflavík.
Þessi 15 ára snillingur er hér á landi í boði Nitro/N1. Aaron Colton mun einnig vera með sýningu í Smáralind 1 maí á milli 16-18 í boði Nitro/N1 og Sníglanna, þar endar einmitt hópkeyrsla Sníglanna.
Þess má geta að Bílar & Sport hafði milligöngu á að fá Aaron Colton til landsins.
Myndbönd af Aaron Colton er að finna á http://www.youtube.com/watch?v=BY7bP3TlkhQ
Hér eru meiri upplýsingar um Trackday.
Tilhögun:
Þetta er EKKI keppni heldur er þetta aðeins hugsað sem leiksvæði fyrir menn þar sem allir geta tekið þátt sama á hvernig bílum þeir eru. Þarna eru beygjur, beinir kaflar og opin stór leiksvæði til að gera kúnstir á. Þar sem þetta er ekki keppni skiptir tíminn litlu máli EN það verða dómarar á svæðinu til að vega og meta og sjá að allt fari vel fram og hreinlega til að geta gert sér betur grein fyrir því hvernig væri hægt að dæma pjúra keppni þarna á þessu svæði.
Áhorfendur:
Fólk vinsamlegast beðið um að virða svæðin sem það má vera á, ganga vel um og annað.
Svæðið:
Brautin er um 1.3 km á lengd.
Video ca af hringnum má finna hér: http://www.live2cruize.com/Myndasafn/albums/Video/Kef_leidin.wmv
Ca mynd af hringnum hér:
Takmarkanir:
Eins og ég hef áður nefnt er þetta tilraunaleyfi og núna veltur allt á því að þetta fari vel fram svo hægt sé að fá vilyrði fyrir fleiri æfingum þarna upp frá, já eða keppnum. Reglurnar eru einfaldar en verða strangar þar sem við verðum að sýna og sanna það að við getum haldið svona opna "trackdays" ef svo má að orði komast án þess að allir séu fjúkandi útaf hægri vinstri eða fari sér að voða. Ef menn geta ekki hlýtt þessum einföldu reglum sem settar verða, verður þeim hiklaust vísað af brautinni og fá EKKI endurgreitt.
Aðkoma:
Mönnum er bent á að fara þessa leið til að komast inn á daginn sjálfan:
Villý L2C
Upplýsingarnar koma af spjalli www.Live2cruize.com
Bílar & Sport
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.