Eru Jeppar ÖRUGGARI í umferðinni en fólksbifreiðar?

"Fyrirlesari: Guðmundar Freyr Úlfarsson, Ph.D., verkfræðingur og sviðsstjóri samgöngusviðs byggingarverkfræðideildar Washingtonháskóla Í St. Louis. Mánudaginn 8. janúar í Öskju, stofu 132 kl. 16:00 - 17:00. Allir velkomnir.

Greint verður frá rannsókn þar sem athugaður er munur á meiðslum ökumanna jeppa og fólksbifreiða í árekstrum tveggja ökutækja og í slysum er varða eitt ökutæki, t.d. útafakstur. Einnig er greint frá rannsókn á mun breyttra og óbreyttra jeppa. Leitast er við að svara spurningum um hvort jeppar eru öruggari í umferðinni en fólksbifreiðar og hvort breyttir jeppar séu hættulegri en óbreyttir í árekstrum við fólksbifreiðar." tilkynnt á vefnum www.f4x4.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband