Volvo C30 frumsýndur hjá Brimborg

C 30

Volvo virðist ætla að róa á ný mið með skemmtilegri útgáfu af litlum sportara sem frumsýndur er núna um helgina hjá Brimborg. Bíllinn er fjögurra sæta og er því með tvo stóla í stað bekks í afturrými og eru allir stólarnir mjög sportlegir og svipa til körfustóla í útliti. Bíllinn er þar að auki með öflugum hljómtækjum og gefur því flest allt til kynna að Volvo stefnir á vinsældir í hópi yngri ökumanna en öllum er ljóst að hingað til hafa þeir ekki verið sterkastir í þeim hópi. Bíllinn er að skila um 218 hestöflum og ætti hann því að standa undir því að geta verið kallaður sportari. Áætlað er að fjallað verði nánar um bílinn og hann tekinn í reynsluakstur fyrir 2.tbl. Bílar & Sport sem kemur út 15.febrúar.


Ályktun frá Samút

Að samtökum Samút standa meðl annars félögin Ísalp, Skotvís, Ferðaklúbbnum 4x4, Jöklarannsóknafélaginu, Ferðafélagi Íslands, Vélhjólaíþróttaklúbbnum, LÍV, Útivist, Kayakklúbbnum, Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambandi Íslands. Samtökin hafa nú sent frá sér eftirfarandi ályktun um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs;

"Samtök Útivistarfélaga (Samút) fagna hugmyndum um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs en gera jafnframt alvarlegar athugasemdir við þá útfærslu er nú liggur fyrir Alþingi. Með þjóðgarðinum er ætlunin að stíga stórt skref til verndunar miðhálendisins og ýta undir nýtingu þess fyrir ferðamennsku í sátt við náttúruna. Útivistarfólk hefur um áratugi ferðast um það svæði sem Vatnajökulsþjóðgarður mun ná yfir og í hópi þess eru þeir sem best þekkja hálendið. Markmiðum frumvarpsins verður því ekki náð nema með góðri sátt og samvinnu við útivistarfólk og beinni aðkomu fulltrúa þess að ákvörðunum um ferðamennsku innan þjóðgarðsins.

1. Unnið án samráðs

Ekkert samráð hefur verið haft við Samút eða nokkurt félag útivistarfólks, notenda um útfærslu og stjórnsýslu þjóðgarðarins.

2. Þjóðgarðsstjórn

Ekki er gert ráð fyrir því að samtök Útivistarfélaga eigi fulltrúa í stjórn(um) þjóðgarðsins. Farsælla er að fulltrúar þeirra sem nýta landið til útivistar eigi fulltrúa í þjóðgarðstjórn og í raun ómögulegt fyrir þjóðgarðsstjórn að henda reiður á umfangi og þörfum útivistar og ferðamennsku án beinnar þátttöku útivistarmanna.

3. Almannaréttur og umferð

Reglur um almannarétt og umferð eru óljósar. Útivist og umferð á þessu landsvæði á sér langa sögu og hefðir. Engir eru betur færir að fjalla um almannarétt og umferð en fulltrúar þess fjölbreytta hóps sem nýtir landið til útivistar. Í ljósi þess er aftur minnt á nauðsynlega aðkomu útivistarmanna að undirbúiningi og stjórn þjóðgarðsins.

4. Aðkoma að ágreiningsmálum

Ekki er kveðið á um að leita skuli umsagnar samtaka útivistarfólks varðandi útfærslu á þeim lögum sem hér um ræðir og Samút er ekki gefið færi á að kæra ákvarðanir til umhverfisráðherra og situr því skör lægra en t.a.m. umhverfisverndarsamtök.

Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að notendur landsins (Samút) eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um).

5. Gjaldtaka

Ákvæði um gjaldtöku fyrir aðgang að einstökum landsvæðum innan þjóðgarðs eru óljós. Slík gjöld eru óþekkt hérlenis og orka tvímælis gagnvart almannarétti og upplifun og aðgengi útivistarmanna að eigin landi.

6. Verndaráætlun.

Verndaráætlun er ekki til fyrir Vatnajökulsþjóðgarð en skal unnin innan tveggja ára.

Verndaráætlun innifelur m.a. skipulag umferðar og aðgengi og er brýnt að fulltrúar notenda séu þáttakendur í slíkri vinnu. Enn og aftur er því minnt á þörfina á því að Samtök Útivistarfélaga eigi fulltrúa í þjóðgarðsstjórn(um)."

Tekið af vef http://www.f4x4.is/


Nýr bíll í rallinu á Íslandi er kominn til landsins

Okkur hefur borist fregnir að því að nýr bíll sé kominn til landsins sem keppa mun í rallinu í sumar. Þetta kun vera Subaru Impreza STI, breyttur hjá einu þekktasta mótorsportfyrirtæki í heimi, Prodrive. Bíll er sagður vera einn sá besti og öflugasti rallbíllinn hér á landi, 298hestöfl út í hjól, 440nm tog, Ohlings fjöðrun, 6 gíra, WRC veltibúr og stólar, með öllu því besta frá Prodrive.

Bíllinn er nú í sprautun og verðum við kannski með myndar af gripnum síðar.


Kvikmynd um McLaren

bruce_obit

Á vefsvæði Formúlu 1 hjá RÚV segir að í undirbúningi sé kvikmynd um Bruce McLaren, stofnanda McLaren Formúlu-liðsins. Á vefnum kemur þetta meðal annars fram;

"Framleiðandi Hringadróttinssögu, eða Lord of the Rings tilkynnti í dag að gerð verði kvikmynd um sögu Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Nokkrir af helstu og elstu starfsmönnum McLaren voru viðstaddir tilkynninguna í Nýja Sjálandi þar sem myndin verður tekin að stórum hluta. Ekkja McLaren og dóttir þeirra voru einnig á staðnum, en Bernie Ecclestone hefur gefið samþykki fyrir gerð myndarinnar.

Saga Bruce McLaren er saga dugmikils drengs og síðar manns, sem gafst aldrei upp. Níu ára gamall fékk McLaren sjúkdóm sem varð til þess að hann var rúmliggjandi í mörg ár. Hann náði sér á strik um síðir en lærði bifvélavirkjun í rúminu, en var haltur alla ævi. Hann lést í slysi á æfingu á kappakstursbrautinni þegar skottlok losnaði af sportbíl sem hann ók og keppti á. Bíllinn hentist á varnarvegg og McLaren beið bana, aðeins 33 ára gamall."

 


500 hestafla vélsleði til landsins!

Apex Mountain

Fluttur hefur verið til landsins vélsleði sem getur skilað um 500 hestöflum. Vélsleðinn náðist því miður ekki í myndatöku fyrir nýjasta tölublað Bílar & Sport, þar sem hann hafði ekki verið tollafgreiddur. Sleðinn er af gerðinni Yamaha Apex Mountain, en er mjög mikið breyttur. Nokkuð ýtarleg upptalning á sérútbúnaði sleðans er þó að finna í nýjasta hefti Bílar & Sport.

Í 2.tölublaði Bílar & Sport, sem áætlað er að komi út um miðjan febrúarmánuð, verður ýtarlegri umfjöllun um sleðann. Þema febrúarblaðsins verður þó jeppar og geta lesendur sent okkur ábendingar um efni því tengt á info@bilarogsport.is  


Skúbb: Aston Martin í næsta tölublaði

aston01

Í 1.tbl. Bílar & Sport 2007 er reynsluakstur á nýjum Aston Martin. Þetta er Bond-bíllinn Aston Martin DB9. Njáll Gunnlaugsson ritstjóri Bílar&Sport reynsluók bílnum og skrifaði greinina. Bíllinn hefur nýlega verið fluttur inn til landsins og er nú í eigu Íslendings. Bíllinn er með 6 lítra V12 vél sem skila 450 hestöflum á 6.000 snúningum og með tog upp á 570 Nm á 5.000 snúningum. Bíllinn er með uppgefinn hámarkshraða 300km./klst. Njáll segir að þetta sé bíll með skemmtanagildið á hreinu en Njáll fjallar líka ýtarlega um sögu Aston Martin og tengingu hans við James Bond kvikmyndirnar. Blaðið kemur út í dag!

askrift@bilarogsport.is


Nær góðum tíma í Daytona

Juan Pablo Montoya er greinilega að finna sig í NASCAR. Á æfingu síðast liðinn þriðjudag náði hann besta tíma á brautinni þann daginn. Hann er engu að síður einn af nýliðunum í hópnum. Hann fær þó sérstaka athygli þar sem hann kemur inn með sérstaklega góða reynslu. Er ekki líka málið að NASCAR er grófari akstursíþrótt en Formúla 1 og því honum eðlislægari? Þessi frétt er því í raun "ekkifrétt" þar sem hann er augljóslega kominn til að vera, í NASCAR. 


mbl.is Toro Rosso reyndi að fá Montoya aftur í formúluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svaðilför

Á vefsíðunni www.f4x4.is er að finna myndir af svaðilför jeppamanna á hálendi Íslands. Teljum að þetta tengist frétt um daginn þar sem jeppamenn voru taldir hætt komnir, eins og sjá má á mynd. Nánari upplýsingar um staðsetningu eða leiðangurinn er þó ekki fjallað um á síðunni en þar birtar nokkrar myndir. Meðal annars þessi hér. Vonum að allt hafi endað vel. Ef einhverjir úr leiðangri þessum vilja deila ferðasögunni með Bílar & Sport þá yrði það vel þegið á netfangið info@bilarogsport.is

close_call2_007[1]


Frumsýningar liðanna 2007

Með tilkomu nýs árs hefst Formúlu 1 vertíðin hjá liðunum og hafa þau ákveðið að taka heldur snemma í árina í ár. Frumsýningar liðanna á nýjum ökutækjum þeirra eru haldnar með pompi og prakt um allan heim og hafa tvö lið nú þegar fumsýnt sín framlög til F1 mótaraðarinnar í ár. Þau eru Toyota og Ferrari sem halda sig nokkurn vegin við fast form bíla sinna. Ef ég segi aðeins fyrir sjálfan mig verð ég að segja að þessir bílar eru ósköp fallegir og aðeins það að berja þá augum fær mig til að hlakka til fyrsta mótsins í Ástralíu þann 18. mars. 

Ferrari bíllinn er, eins og síðustu 57 árin eða svo, rauður. Það er þó eitt sem þeir hafa breytt útlitslega og það er hvíti liturinn sem hefur ráðið ríkjum á ofanverðum vængjum liðsins. Bíllinn er nú allur rauður og er það tilkomið vegna brottfarar Vodafone sem eins stærsta styrktaraðila liðins. Vodafone hefur nú gengið í herbúðir McLaren og mun merki þeirra prýða silfurörvarnar í sumar. 

Toyotan er hinsvegar eins útlítandi og í fyrra eða hvít með rauðum slettum hingað og þangað. Hönnuðir liðins hafa hinsvegar fengið innblástur frá hinum liðunum í hönnum 2007 árgerðarinnar. Því áberandi vængir á hliðum bílsins, sitt hvoru megin við ökumanninn, hafa áður sést á Honda bíl síðasta árs ásamt því að meistaralið Renault notaðist við samskonar vængi á síðasta ári.

Toyota liðið er eina liðið í ár sem heldur sig við sömu ökumenn milli ára ásamt því að hafa notast við Bridgestone dekk í fyrra líka en allir bílar í ár verða búnir Bridgestone dekkjum. Næstu frumsýningar eru eins og hér segir:

12 Jan.       Toyota (lokið)
14 Jan.       Ferrari (lokið)
15 Jan.       McLaren (í dag)
16 Jan.       BMW
24 Jan.       Renault
25 Jan.       Honda
26 Jan.       Red Bull
02 Feb.      Williams

Önnur lið munu að öllum líkindum frumsýna á mótstað fyrsta mótsins.

Birgir Þór Harðarson,

Formúlu 1 greinarhöfundur Bílar & Sport 


mbl.is Alonso: McLaren sigurstranglegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíll ársins í USA

gti_l_001

Á heimasíðu FÍB segir frá því að nýji VW Golf GTi hefur verið valinn bíll ársins í USA af Automobile tímaritinu. Bíllinn er mjög svo áhugaverður og sérstaklega fyrir sín 200 hestöfl. Að auki er hann rétt um 7 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraða upp á 235 km/klst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband