Nýr Kia Carens frumsýndur um helgina

Kia Carens

Um helgina var frumsýndur nýr Kia Carens. Þetta er 7 manna fjölskyldubíll sem sagður er vera með mesta innanrými í sínum flokki. Boðið var upp á kaffi og kleinur og virtust kleinurnar ekki klikka í að laða til sín fólk í helgarösinni.


Snjókross mótaröðin hefst í dag

snowcross

Í dag mun standa yfir fyrsta snjókrossmótið þessa árs á Húsavík. Þetta er fyrsta keppnin af 5 mótum vetrarins. Næsta mót verður strax næstu helgi á Ólafsfirði ef veður og snjóalög gera því kleift. Mótið sem haldið er núna á Húsavík átti að vera haldið í Reykjavík en eitthvað klikkuðu veðurguðirnir þar. Ekki er þó mikið um snjó í Húsavík en búið er að keyra vörubílsförmum af snjó niður í Húsavíkurbæ þar sem keppnin verður. Í næsta tölublaði Bílar & Sport sem kemur út um 15.febrúar verðum við vonandi með myndar af mótinu og niðurstöður úr keppninni.


Kia alheimsbílaframleiðandi ársins

Sorento_FL_001

Kia Motors hefur einnig fengið veglega viðurkenningu eða eins og segir m.a. í fréttatilkynningu frá Heklu, umboðsaðila Kia á Íslandi; "Kia  Motors hefur verið útnefnt Alheimsbílaframleiðandi ársins 2007 í skýrslu bresku Samgöngustýristofnunarinnar, Institute of Transport Management, um framleiðsluferli á heimsvísu og fyrirtæki innan bílaiðnaðarins."


LOUIS VUITTON kaupir ASTON MARTIN

Vuitton

Á vefsíðunni market watch, sem er vefsíða Dow Jones, kemur fram að tískuvörukeðjan Louis Vuitton hafi átt hæsta tilboð í vörumerkið Aston Martin. Lokað var fyrir tilboð núna í vikunni og var Ford þar með að létta á skuldum sínum eins og svo oft áður en hverjum datt í hug að það færi í hendur tískugúrúa? Ef að þetta er ekki vísbending um það, að framleiðsla á bílum í dag snúist fyrst og fremst um tísku, fremur en gæði eða áræðanleika...


Schumacher körtur?

Schumacher

Schumacher virðist vera mjög hugsinn á svip, af myndum með frétt um hann á mbl.is. Ætla má að samningar hans við Ferrari liðið í dag séu mun frjálslegri en þeir voru, þegar hann var ökuþór liðsins. Þá má gera ráð fyrir því að auglýsingasamningar hans geti tengst öðrum fyrirtækjum og þá öðrum framleiðendum en Ferrari. Gæti þá verið að hann sé að huga að nýjum auglýsingasamningi?

Maður í þessari stöðu, með sitt þekkta nafn og ekki eldri en hann er, hefur mikla möguleika áfram í viðskiptum, þá sérstaklega til að vinna með nafn sitt tengt framleiðslu á hinum og þessum vörum. Þegar hann er orðinn svona efnaður eins og hann er í dag, af hverju bara samningar við önnur fyrirtæki? Þegar hann gæti átt þau sjálfur og sagst sjálfur sjá um þróunina, væri það ekki mjög sterkur leikur? Af hverju þá ekki bara að framleiða t.d. sínar eigin körtur. Verða Tony´s körturnar kannski í framtíðinni Schumacher körtur?


mbl.is Schumacher prófar körtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pontiac Firebird 1982, myndband söluaðila

82firebirdcatalog

Hér gefur að líta skemmtilegt myndband sem ætlað var söluaðilum Pontiac Firebird í upphafi níunda áratugarins. Skemmtilegur stíll í tónlist, myndatöku og í þeirri ímynd sem verið var að skapa með konum í skotfimi o.fl.


Afmælisútgáfa af Ferrari, 60 stk.!

 

60th Anniversary Ferrari 612 Scaglietti

Fréttatilkynning var send út í gær frá herbúðum Ferrari. Tilefnið er 60 ára afmæli Ferrari og framleiðsla á 60 afmælisútgáfum, sem byggðir eru á grunni 612 Scaglietti, hver og ein afmælisútgáfan verður einstök. Um verður að ræða fágæta, já einstaka gripi, sem einhver millinn á eftir að njóta. Við njótum myndanna.

(ferrari.com)

 


Richard Hammond við dauðans dyr

 

(Brotið úr þættinum hefur því miður verið fjarlægt af netinu þar sem það var birt í óleyfi Top Gear þáttarins) Fara á forsíðu

Richard Hammond úr Top Gear þáttunum frægu var við dauðans dyr þegar hann ók á dragster sem knúinn var áfram með þotuhreyfli með eftirbrennara. Hægt er að skoða þrívíddar video hér þegar Richard Hammond ekur á ofurhraða, þar til eitt dekkið þolir ekki álagið, gefur sig og bíllinn breytir um stefnu í kjölfarið. Einnig er hér brot úr þættinum þar sem sýnd er tilraun þeirra félaganna sem endaði ílla.


Shakira og SEAT í samstarfi

SEAT shakira og SEAT

Söngkonan Shakira og bílaframleiðandinn SEAT hafa tekið höndum saman um að styrkja gott málefni (Bare Feet Foundation) sem styður við fátæk börn í Kólumbíu. Samstarfið felur í sér fjáröflun í tengslum við tónleikaferðalag hennar og framleiðslu á nýjum bíl frá SEAT, Leon Cubra. (www.seat.com)


Rúnturinn breytist

Nýja bensínstöðin sem opnaði við Hringbraut í dag mun sjálfsagt færast inn í "rúntleiðakerfi" margra bíla- og hjólaáhugamanna. Hún kemur í raun í stað stöðvarinnar á Geirsgötunni sem var viðkomustaður margra á rúntinum. Þetta eru þar af leiðandi öflugir sölustaðir Bílar & Sport og erum við strax komnir upp í hillu á nýja staðnum. Þó er alltaf best að vera í askirft... askrift@bilarogsport.is


mbl.is Ný bensínstöð ESSO opnuð við Hringbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband